Al­vot­ech hefur á­kveðið að fara í lokað út­boð til hæfra fjár­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti yfir í al­menn hluta­bréf.

Alls verða í boði skulda­bréf í ís­lenskum krónum eða Banda­ríkja­dollurum að and­virði að minnsta kosti 100 milljónir Banda­ríkja­dollara, eða um 13 milljarðar ís­lenskra króna á nú­verandi gengi.

Fyrr í dag var til­kynnt að Al­vot­ech og Teva Pharmaceuti­cals, banda­rískt dóttur­­fé­lag Teva Pharmaceuti­cal Industries Ltd. Væru auka sam­­starf sitt og mun Teva koma að undir­­búningi fyrir væntan­­lega út­­tekt FDA á fram­­leiðslu­að­­stöðu Al­vot­ech.

Teva fjár­­festi jafn­framt í víkjandi skulda­bréfum Al­vot­ech með breyti­rétti í hluta­bréf, að and­virði 5,2 milljarðar króna miðað við nú­verandi gengi (40 milljónir Banda­­ríkja­dala).

Bera 15% vexti á ársgrundvelli

Sam­kvæmt til­kynningu frá Al­vot­ech er fyrir­hugað að gefa út ný skulda­bréf í áður út­gefnum flokki, með út­gáfu­dag 20. desember 2022 og loka­gjald­daga 20. desember 2025

Út­gáfurammi flokksins, sem er tví­skiptur og annars­vegar í Banda­ríkja­dollurum og hins vegar í ís­lenskum krónum, er allt að 200 milljónir Banda­ríkja­dollara að nafn­virði.

Þegar hafa verið gefin út skulda­bréf í flokknum að nafn­virði 107 milljónir Banda­ríkja­dollara sbr. til­kynningu um sölu á bréfum að and­virði 70 milljónir Banda­ríkja­dollara í desember 2022 og til­kynningu um sölu á bréfum að and­virði 40 milljónir Banda­ríkja­dollara fyrr í dag (nafn­virði 37 milljónir Banda­ríkja­dollara).

Skulda­bréfin í ís­lenskum krónum eru skráð til við­skipta á Nas­daq First North Growth markaðnum undir auð­kenninu AL­VCVB251220 og bera 15% vexti á árs­grund­velli, með tveimur vaxta­dögum á ári.

Útboðið hófst í morgun

Skulda­bréfin í Banda­ríkja­dollurum eru ó­skráð og bera 12,5% vexti á árs­grund­velli, með tveimur vaxta­dögum á ári. Vextir bætast við höfuð­stólinn á hverjum gjald­daga og á­vaxtast (s.n. PIK vextir). Hand­hafar bréfanna hafa rétt til að breyta höfuð­stól og á­föllnum vöxtum, að hluta eða í heild, í al­menn hluta­bréf Al­vot­ech á föstu gengi sem er 10 Banda­ríkja­dollarar á hlut, annars vegar 31. desember nk. og hins vegar 30. júní 2024.

Út­boðið hófst í morgun kl. 9:00 mánu­daginn 24. júlí og þurfa öll til­boð að berast fyrir kl. 14:00 sunnu­daginn 30. júlí nk. Acro verð­bréf hf. og Lands­bankinn hf., fyrir­tækja­ráð­gjöf, hafa um­sjón með út­gáfu og sölu skulda­bréfanna. Að­eins hæfir fjár­festar á Ís­landi í sam­ræmi við á­kvæði laga og reglu­gerða þar að lútandi, mega taka þátt í út­boðinu.

Skulda­bréfin verða seld á föstu verði sem miðar við upp­reiknað and­virði skulda­bréfanna („par verð“) á upp­gjörs­degi sem á­ætlað er að verði 11. ágúst nk. Seld verða skulda­bréf fyrir að minnsta kosti 100 milljónir Banda­ríkja­dollara að and­virði, um 91 milljón Banda­ríkja­dollara að nafn­verði.

ATP Holdings ehf., fé­lag tengt Aztiq Pharma Partners S.a. r.l. sem er stærsti hlut­hafi Al­vot­ech, hefur gert samning við fé­lagið sem skuld­bindur ATP Holdings ehf. til að kaupa öll skulda­bréf í út­boðinu sem ekki verða seld öðrum sam­kvæmt gildandi til­boðum, allt að and­virði 100 milljóna Banda­ríkja­dollara.