„Frumkvæði drífur framfarir. Við munum vinna hratt úr þessari niðurstöðu og byggja á langtímastefnu Regins sem felur í sér að selja tilteknar eignir og endurfjárfesta í fasteignum innan skilgreindra kjarna, einkum í nýbyggingum,“ sagði Halldór Benjamín í tilkynningu, sem Reginn sendi frá sér þegar félagið féll frá tilboði sínu í Eik.
„Það verða farnar aðrar leiðir að sama marki. Þessi samruni er síður en svo eina sóknarfærið sem við höfum augastað á. Markmið okkar er að byggja upp til langs tíma og halda áfram að styrkja kjarnasvæði Regins sem eiga inni mikil vaxtatækifæri. Það er ljóst að búið er að hrista upp í markaðnum og það eru áhugaverðir tímar fram undan,“ bætti hann við.
Reginn lagði upphaflega fram valfrjálst tilboð í allt hlutafé Eikar þann 8. júní á síðasta ári í kjölfar markaðsþreifinga við stærstu hluthafa Eikar.
Stjórn Eikar lagði upphaflega til að tilboðinu yrði hafnað en eftir að Reginn hækkaði tilboðsverðið þann 14. september síðastliðinn lagði stjórn Eikar áherslu á að hver hluthafi tæki ákvörðun en endanleg greinargerð stjórnar Eikar liggur ekki fyrir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði