„Frum­kvæði drífur fram­farir. Við munum vinna hratt úr þessari niður­stöðu og byggja á lang­tíma­stefnu Regins sem felur í sér að selja til­teknar eignir og endur­fjár­festa í fast­eignum innan skil­greindra kjarna, einkum í ný­byggingum,“ sagði Hall­dór Benja­mín í tilkynningu, sem Reginn sendi frá sér þegar félagið féll frá tilboði sínu í Eik.

„Það verða farnar aðrar leiðir að sama marki. Þessi sam­runi er síður en svo eina sóknar­færið sem við höfum auga­stað á. Mark­mið okkar er að byggja upp til langs tíma og halda á­fram að styrkja kjarna­svæði Regins sem eiga inni mikil vaxta­tæki­færi. Það er ljóst að búið er að hrista upp í markaðnum og það eru á­huga­verðir tímar fram undan,“ bætti hann við.

Reginn lagði upp­haf­lega fram val­frjálst til­boð í allt hluta­fé Eikar þann 8. júní á síðasta ári í kjöl­far markaðs­þreifinga við stærstu hlut­hafa Eikar.

Stjórn Eikar lagði upp­haf­lega til að til­boðinu yrði hafnað en eftir að Reginn hækkaði til­boðs­verðið þann 14. septem­ber síðast­liðinn lagði stjórn Eikar á­herslu á að hver hlut­hafi tæki á­kvörðun en endan­leg greinar­gerð stjórnar Eikar liggur ekki fyrir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði