Það sem af er ári er búið að ljúka byggingu á 497 íbúðum á landinu öllu. Langflestar þessara íbúða eru á höfuðborgarsvæðinu eða 328.

Þetta kemur fram á mælaborði HMS yfir íbúðir í byggingu. Í Reykjavík hefur verið lokið við 135 íbúðir á árinu, Í Hafnarfirði hefur verið lokið 87 íbúðir og í Garðabæ 78.

Samkvæmt HMS eru nú uppi áform um byggingu tæplega 7.900 íbúða hér á landi og eru framkvæmdir þegar hafnar við sumar þeirra. Í Reykjavík er þessi tala 4.900, sem þýðir um 3,6% fjölgun íbúða í borginni.

Hlutfallslega eru stærstu byggingaráformin í Hafnarfirði og Garðabæ. Í Hafnarfjarðarbæ eru áform um byggingu um 1.150 íbúða og í Garðbæ um 730. Þegar þessum framkvæmdum verður lokið hefur íbúðum í þessum tveimur sveitarfélögum fjölgað um 11%.