Bæjarráð Ölfuss er jákvætt og lýsti yfir stuðningi við vilja­yfir­lýsingu um út­tekt á for­sendum upp­byggingar og rekstur Coda-stöðvar í Ölfusi.

Sveitarfélagið Ölfus, Hafnar­sjóður Þor­láks­hafnar, Car­b­fix hf., Coda Terminal hf. og Veitur ohf. lögðu fram vilja­yfir­lýsinguna á fundi bæjarráðs.

„Verk­efnið felur í sér móttöku, niður­dælingu og bindingu á CO2 með nýtingu Car­b­fix-tækninnar, sem byggir á náttúru­legum ferlum til varan­legrar bindingar kol­díoxíðs í berg,” segir í fundar­gerð bæjarráðs.

Bæjarráð Ölfuss segir að að­gerðin sé þekkt innan sveitarfélagsins enda hefur Car­b­fix hf. staðið að niður­dælingu sem þessari á vinnslu­svæði Hellis­heiðar­virkjunar í Ölfusi án vand­kvæða frá 2012 en alls hefur 75.000 tonnum af CO2 verið dælt niður í bor­holur þar síðan 2014.

„Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir stuðningi við fram­komna vilja­yfir­lýsingu. Jafn­framt ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að málið sé unnið í nánu sam­starfi við sveitarfélagið, með sér­stakri áherslu á sam­vinnu við íbúa og aðra hagaðila, til að tryggja að verk­efnið verði í sátt við nær­um­hverfi,“ segir í fundar­gerð bæjarráðs.

Áætlunum um sam­skipti og kynningu verk­efnisins verður hrint í fram­kvæmd strax við undir­ritun vilja­yfir­lýsingarinnar, að sögn bæjarráðs, en þá verður jafn­framt tryggt að verk­efnið upp­fylli öll laga­leg og skipu­lags­leg skil­yrði.