Hagnaður Baggalúts ehf., félags utan um samnefnda hljómsveit, nam 16 milljónum króna í fyrra og nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári. Tekjur námu 164 milljónum og jukust um 149 milljónir frá fyrra ári.
Tekjur ársins 2020 voru svo lágar þar sem hljómsveitin neyddist til að fella niður eina helstu tekjulind sína, árlega jólatónleika, vegna COVID-19.
Eignir félagsins námu 223 milljónum króna í lok síðasta árs og eigið fé 126 milljónum.
Lykiltölur / Baggalútur
2020 |
15 |
115 |
110 |
9 |
Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.