Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort kínverskt fyrirtæki hafi haft eitthvað að gera með netárásir sem áttu sér stað í gegnum netbeina.

Framleiðandi netbeinanna, TP-Link, er upprunalega kínverskur en sér rúmlega 65% af bandarískum heimilum og fyrirtækjum fyrir netþjónustu.

Greining frá Microsoft, sem birt var í október, leiddi í ljós að kínverskir tölvuþrjótar hafi rekið stórt netkerfi sem tengdist beint í gegnum þúsundir TP-Link netbeina. Kerfið var notað af fjölmörgum kínverskum tölvuþrjótum til að fremja netárásir. Meðal skotmarka voru hugveitur, ríkisstofnanir, félagssamtök og birgjar varnarmálaráðuneytisins.

Rannsakendur hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og yfirvöldum hafa gefið í skyn að sala þessara netbeina gæti verið bönnuð í Bandaríkjunum á næsta ári. Mögulegar aðgerðir gegn fyrirtækinu gætu fallið undir komandi stjórn Donalds Trumps.

TP-Link selur netbeina sína í Bandaríkjunum í gegnum skrifstofu sem fyrirtækið hefur í Kaliforníu. Netbeinarnir eru þá gjarnan taldir vera besti valkosturinn á Amazon.