Andrew Buckley er einn þeirra Bandaríkjamanna sem hefur gefist upp á Starbucks en þessi fimmtugi sölumaður frá Idaho leyfði sér einn venti mocha á dag. Eftir að Starbucks hækkaði hins vegar verðið í sex dali var honum nóg boðið.

Hann segir í samtali við BBC að hækkunin hafi fyllt mælinn og kvartaði hann meðal annars beint til fyrirtækisins áður en hann skrifaði um málið á samfélagsmiðlum.

Andrew Buckley er einn þeirra Bandaríkjamanna sem hefur gefist upp á Starbucks en þessi fimmtugi sölumaður frá Idaho leyfði sér einn venti mocha á dag. Eftir að Starbucks hækkaði hins vegar verðið í sex dali var honum nóg boðið.

Hann segir í samtali við BBC að hækkunin hafi fyllt mælinn og kvartaði hann meðal annars beint til fyrirtækisins áður en hann skrifaði um málið á samfélagsmiðlum.

Viðhorf Andrew er ekki einsdæmi en viðskiptavinir kaffikeðjunnar, sem eru þegar að glíma við langvarandi verðbólgu, hafa einfaldlega ákveðið að hætta að versla við keðjuna.

Það eru ekki aðeins verðbólguþreyttir viðskiptavinir sem hafa látið gott heita en Starbucks hefur líka verið gagnrýnt fyrir andstöðu sína gegn verkalýðshreyfingum. Fyrirtækið hefur líka sætt gagnrýni frá fólki sem tengir það við stríðið í Gaza.

Sala Starbucks dróst saman um 1,8% milli ára á heimsvísu í ársbyrjun 2024 og hefur samdrátturinn verið um 3% í Bandaríkjunum. Fjöldi meðlima sem njóta afsláttarkorta og annarra fríðinda hefur einnig lækkað um 4%.

Andrew segir að hann hafi hætt að versla við Starbucks vegna verðhækkana en minnist líka á hneykslismálin sem hafa hrjáð vörumerkið undanfarin misseri. „Þetta er kaffihús. Þau selja kaffi. Ég á ekki að vera að sjá þau í fréttunum.“