Hópferðir á vegum fyrirtækja virðast vera að aukast á ný og er hótelreksturinn að taka vel í þá þróun. Að sögn WSJ hefur aukin fjarvinna meðal starfsmanna hvatt mörg fyrirtæki til að skipuleggja hópferðir og ráðstefnur til að stuðla að samheldni innan fyrirtækjanna.

Skipuleggjendur fyrirtækja hafa því haft nóg að gera undanfarna mánuði en yfirleitt hefur þessi tegund ferða ekki fengið mikinn forgang á erfiðum tímum.

Hópferðir á vegum fyrirtækja virðast vera að aukast á ný og er hótelreksturinn að taka vel í þá þróun. Að sögn WSJ hefur aukin fjarvinna meðal starfsmanna hvatt mörg fyrirtæki til að skipuleggja hópferðir og ráðstefnur til að stuðla að samheldni innan fyrirtækjanna.

Skipuleggjendur fyrirtækja hafa því haft nóg að gera undanfarna mánuði en yfirleitt hefur þessi tegund ferða ekki fengið mikinn forgang á erfiðum tímum.

„Sumir starfsmenn eru ekki að mæta upp á skrifstofu á hverjum degi, þannig það er komin þörf á að koma saman og hittast. Fólk ætlar sér að mæta á fundi og fara á ráðstefnur til að mynda tengsl í eigin persónu,“ segir Jeff Doane, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Omni Hotels & Resorts.

Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu CoStar Group jukust tekjur á hvert tiltækt hótelherbergi í hópferðum um 6,4% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma árið 2023. Hópferðir eru almennt skilgreindar sem bókanir með 10 herbergi eða fleiri á ákveðnu umsömdu verði.

Patrick Scholes, gisti- og tómstundasérfræðingur Truist Securities, segir að Fortune 500-fyrirtækin séu að leiða aukninguna vegna góðra tekna og mikils hagnaðar. Eftirspurnin kemur þá mikið frá fjármála- og tæknifyrirtækjum.

„Tímabil hópferða er nú komið. Það mun samsvara stærstum hluta á þessu ári og líklega á næsta ári hvað varðar tekjur og vöxt fyrir bandaríska hóteliðnaðinn,“ segir Scholes.