Bandarísku hjónin Tracy Hancock og Kenneth Matthew Hancock hafa keypt lúxusíbúð við Bryggjugötu í Reykjavík á 330 milljónir króna.
Seljendur eignarinnar eru Kári Knútsson, lýtalæknir og hluthafi í Klínikinni Ármúla, og Erla Ólafsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður.
Um er að ræða 178 fermetra íbúð við Reykjavíkurhöfn sem var byggð árið 2019 en Kári og Erla keyptu eignina á 219 milljónir árið 2021.
Samkvæmt lýsingu á eigninnier hún var enn til sölu kemur fram að lyfta opnast beint inn í íbúðina og í miðju byggingarinnar er skjólgóður garður.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr amerískri hnotu af ítalska handverkshúsinu Gili Creations. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Á gólfum er gegnheilt burstað plankaparket úr eik.