Bandarísk stjórnvöld undirbúa nú að koma í veg fyrir yfirtöku Nippon Steel á bandaríska stálfyrirtækinu US Steel. Japanska fyrirtækið tilkynnti á síðasta ári að búið væri að semja um kaup á US Steel fyrir 15 milljarða dala.
Kaupin hefðu gert Nippon Steel að stærsta stálfyrirtæki í heimi utan Kína og tóku fjárfestar á sínum tíma vel í íhuguðu kaupin.
Samningurinn var þó gagnrýndur af bandarískum stjórnvöldum og verkalýðsfélögum innan stáliðnaðarins sem sögðust ekki vilja sjá 123 ára gamalt bandarískt fyrirtæki enda í höndum erlends fyrirtækis.
Hlutabréf í US Steel lækkuðu um 20% eftir að fregnir bárust af ákvörðun stjórnvalda. Gagnrýnendur hafa einnig sagt að hömlunin gæti leitt til atvinnumissis og myndi fæla frá erlenda fjárfesta í Bandaríkjunum.
Málið er einnig sérstakt að því leytinu til að bæði forsetaframbjóðendur, Donald Trum og Kamala Harris, eru á móti samningnum.