Fjórar bandarískar lögmannsstofur, sem sérhæfa sig í að þjónusta bandarísk fyrirtæki, hafa þegar hætt starfsemi í Kína það sem af er ári. Minnkandi fjárfesting í landinu í kjölfar pólitískra deilna milli Kína og Bandaríkjanna eru sögð vera hluti af þessari þróun.
The South China Morning Post staðfestir að Morrison Foerster, Perkins Coie, Sidley Austin og Weil, Gotshal & Manges hafi öll yfirgefið landið.
Fjórar bandarískar lögmannsstofur, sem sérhæfa sig í að þjónusta bandarísk fyrirtæki, hafa þegar hætt starfsemi í Kína það sem af er ári. Minnkandi fjárfesting í landinu í kjölfar pólitískra deilna milli Kína og Bandaríkjanna eru sögð vera hluti af þessari þróun.
The South China Morning Post staðfestir að Morrison Foerster, Perkins Coie, Sidley Austin og Weil, Gotshal & Manges hafi öll yfirgefið landið.
Fram kemur að sex lögmannsstofur hafi lokað skrifstofum sínum í Peking, Shanghai og Hong Kong á þessu ári en fjórar stofur hættu einnig starfsemi árið 2023.
Lögmannsstofan Dechert frá Philadelphia hefur yfirgefið Kína eftir að hafa lokað skrifstofum sínum í Peking og Hong Kong. Winston & Strawn yfirgaf Hong Kong á síðasta ári en viðheldur starfsemi sinni í Shanghai.
Samskipti milli Kína og Bandaríkjanna hafa staðið frammi fyrir miklum áskorunum síðan 2018. Þjóðirnar hafa deilt um viðskipti, tolla, tækniflutning og margt annað sem bandarísk fyrirtæki leituðu til lögfræðinga um.
„Tækni- og viðskiptastríð Bandaríkjanna, sem Donald Trump hóf og Joe Biden hefur viðhaldið, hefur truflað viðskipti í Bandaríkjunum og hefur með beinum hætti skaðað bandarískar aðfangakeðjur og neytendur,“ segir Nicholas Chen, framkvæmdastjóri Pamir Law Group, sem er með skrifstofur í Shanghai og Taipei.
Samkvæmt Leopard Solutions, lögmannsstofu í New York sem hefur starfað í Kína, hefur fjöldi lögfræðinga sem starfa hjá bandarískum stofum í Kína lækkað úr 643 árið 2022 niður í 545 í júlí á þessu ári.