Öll helstu hluta­bréf og vísi­tölur lækkuðu í Kaup­höllinni í New York í gær eftir að Moo­dys lækkaði láns­hæfis­mat hjá tíu svæðis­bundnum bönkum og ellefu lána­stofnunum.

Fjár­festar og greiningar­fyrir­tæki hafa óttast lengi að flug markaðarins muni enda bráð­lega en þrátt fyrir verð­bólgu og vaxta­hækkanir hefur S&P 500 vísi­talan hækkað um 17% á árinu.

Fjár­festar hafa meðal annars verið að horfa á upp­gjör svæðis­bundinna banka þar sem ljóst er að virði inn­lána hefur lækkað veru­lega, hvernig sem það er bók­fært.

Þá er hagnaður fyrir­tækja sem mynda S&P500 ekki í sam­ræmi við gengis­hækkun á árinu og um­fra­m­á­vöxtun hluta­bréfa hefur ekki verið lægri í 20 ár ef horft er á skulda­bréfa­markaðinn.

Dow Jones og S&P 500 vísi­tölurnar féllu mikið í gær en náðu sér fyrir lokun markaða og enduðu báðar um 0,5% lægri en á mánu­deginum. Nas­daq vísi­talan lækkaði um 0,8%.

Lyfja­fyrir­tækið Eli Lilly átti stóran þátt í að halda S&P 500 á flugi en lyfja­fyrir­tækið hækkaði um 15% á markaði í gær eftir öflugt árs­hluta­upp­gjör og sölu­legar sölur á sykur­sýkis­lyfinu Moun­jaro.

Moo­dys er nú að vinna í því að endur­skoða láns­hæfis­mat hjá sex stærri bönkum en mats­fyrir­tækið hefur á­kveðið að ein­blína á banka­kerfið í Banda­ríkjunum sem gæti verið veikara en margir telja.

Vaxta­hækkanir og ó­ró­leiki á markaði olli á­hlaupi á að minnsta kosti tvo banka í vor en á­kvörðun Moo­dys að lækka láns­hæfis­mat hjá tugum lána­stofnanna sýnir að það eru enn veik­leika­merki á markaði.

Fjár­festar hafa óttast síðast­liðna mánuði að markaðurinn muni fara aftur niður eftir sögu­legt flug í byrjun árs og gætu lækkanir síðustu daga verið að byrjunin.