Banda­ríski milljarða­mæringurinn Ken Grif­fin, stofnandi vogunar­sjóðsins Cita­del, er í við­ræðum um að bætast við í hóp fjár­festa sem ætlar að kaupa breska dag­blaðið Telegraph.

Sir Paul Mars­hall, með­eig­andi GB News sjón­varp­stöðvarinnar í Bret­landi, fer fyrir hópnum.

Mars­hall er stofnandi vogunar­sjóðsins Mars­hall Wace en fjöl­miðla­fyrir­tæki hans Un­Herd Media Group mun leggja fram kaup­til­boð fyrir hönd hópsins.

Goldman Sachs sér um uppboðið

Telegraph verður selt á upp­boði á­samt sögu­fræga tíma­ritinu Spectator en upp­boðið hefst á næstu vikum.

Lloyds banki tók yfir fjöl­miðlasamstæðuna eftir að eig­endur þeirra, Barclay-fjöl­skyldan, náði ekki að komast að sam­komu­lagi um endur­skipu­lagningu á 1 milljarða punda skuld. Fjár­festinga­bankinn Gold­man Sachs sér um upp­boðið.

Vogunar­sjóðurinn Citi­del er einn arð­bærasti sjóður heims en eignir sjóðsins nema um 62 milljörðum banda­ríkja­dala sem sam­svarar rúm­lega 8,5 þúsund milljörðum ís­lenskra króna.

Per­sónu­legur auður Grif­fin er metinn á 35 milljarða Banda­ríkja­dali og er hann 38 ríkasti maður heims sam­kvæmt For­bes.