Bank of America hyggst opna yfir 165 ný bankaútibú fyrir lok árs 2026. Bankinn greindi frá þessu í fréttatilkynningu en einn helsti samstarfsaðili hans, JP Morgan Chase, hefur einnig boðað fjölgun útibúa.
Má segja að þetta sé þveröfugt við þá þróun sem hefur átt sér stað hér á landi en bankaútibúum hefur fækkað með árunum samhliða auknum áherslum bankanna á stafrænar lausnir.
Sú þróun hefur þó vitaskuld einnig átt sér stað vestanhafs. Þannig munu ný útibú bandarísku risanna ekki einblína á hefðbundna bankaþjónustu sem gjaldkerar veita heldur verður áherslan á persónulega þjónustu tengda vörum á borð við íbúðalán og fjárfestingar.