Hlutabréfaverð bankanna þriggja í Kauphöllinni hafa öll lækkað í yfir milljarðs króna sameiginlegri veltu.
Gengi Íslandsbanka hefur lækkað um 3% í rúmlega 925 milljón króna viðskiptum. Gengi bankans stendur í 115 krónum þegar þetta er skrifað.
Dagslokagengi bankans síðastliðinn mánudag var 114,5 krónur er ríkið greindi frá fyrirhuguðu útboði á eignarhlut sínum í bankanum.
Hlutabréfaverð Kviku Banka hefur lækkað um 2,5% í yfir 200 milljón króna viðskiptum og stendur gengi bankans í 14,8 krónum.
Þrátt fyrir lækkun dagsins er gengi Kviku um 9,5% hærra en fyrir mánuði síðan.
Á sama tíma hefur gengi Arion banka lækkað um rúm 2% í 120 milljón króna viðskiptum. Gengi Arion banka stendur í 169,5 krónum.
Gengi bankans hefur þó hækkað um tæp 10% síðastliðinn mánuð þrátt fyrir lækkun dagsins.