Hluta­bréfa­verð bankanna þriggja í Kaup­höllinni hafa öll lækkað í yfir milljarðs króna sam­eigin­legri veltu.

Gengi Ís­lands­banka hefur lækkað um 3% í rúm­lega 925 milljón króna við­skiptum. Gengi bankans stendur í 115 krónum þegar þetta er skrifað.

Dagsloka­gengi bankans síðastliðinn mánu­dag var 114,5 krónur er ríkið greindi frá fyrir­huguðu út­boði á eignar­hlut sínum í bankanum.

Hluta­bréfa­verð Kviku Banka hefur lækkað um 2,5% í yfir 200 milljón króna við­skiptum og stendur gengi bankans í 14,8 krónum.

Þrátt fyrir lækkun dagsins er gengi Kviku um 9,5% hærra en fyrir mánuði síðan.

Á sama tíma hefur gengi Arion banka lækkað um rúm 2% í 120 milljón króna við­skiptum. Gengi Arion banka stendur í 169,5 krónum.

Gengi bankans hefur þó hækkað um tæp 10% síðastliðinn mánuð þrátt fyrir lækkun dagsins.