Um 79% íslenskra fjármálastjóra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun Deloitte í apríl telja lántöku hjá bönkum óhagkvæma. Til samanburðar telja 31% evrópskra fjármálastjóra lántöku hjá bönkum óhagkvæma.

Hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem telja útgáfu skuldabréfa óhagkvæma hefur einnig aukist töluvert síðustu ár og mældist um 59% í vor.

Um 79% íslenskra fjármálastjóra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun Deloitte í apríl telja lántöku hjá bönkum óhagkvæma. Til samanburðar telja 31% evrópskra fjármálastjóra lántöku hjá bönkum óhagkvæma.

Hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem telja útgáfu skuldabréfa óhagkvæma hefur einnig aukist töluvert síðustu ár og mældist um 59% í vor.

Innri fjármögnun hefur verið álitin hagkvæmasta fjármögnunarleiðin af fjármálastjórum hérlendis frá því að fyrst var spurt um fjármögnunarleiðir í könnun Deloitte vorið 2018. Útgáfa hlutafjár er álitin næsthagkvæmasta fjármögnunarleiðin.

Fréttin er hluti af ítarlegri umfjöllun um könnun Deloitte í Viðskiptablaði vikunnar.