Vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands heldur áfram og voru stýrivextir Íslandsbanka meðal annars lækkaðir um 0,25 prósentustig þann 19. mars sl. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans.

Þar segir meðal annars að breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækki um 0,25 prósentustig og verði þá 9,5%.

Vextir á yfirdráttarlánum lækka einnig um 0,25 prósentustig og vextir á greiðslukortum lækka um 0,25 prósentustig. Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,65% og vextir bílalána og bílasamninga lækka einnig um 0,25 prósentustig.

Landsbankinn hefur einnig lækkað sína vexti og verða breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækkaðir um 0,25 prósentustig. Yfirdráttarvextir og kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka líka um 0,25 prósentustig.