Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Ölgerðin hækkaði um 4,2%, mest af félögum Kauphallarinnar, í hundrað milljóna króna viðskiptum og rétti þar með úr kútnum eftir lækkanir síðustu daga. Gengi Ölgerðarinnar stendur nú í 17,5 krónum og er um 18% hærra en í upphafi árs.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Ölgerðin hækkaði um 4,2%, mest af félögum Kauphallarinnar, í hundrað milljóna króna viðskiptum og rétti þar með úr kútnum eftir lækkanir síðustu daga. Gengi Ölgerðarinnar stendur nú í 17,5 krónum og er um 18% hærra en í upphafi árs.

Hlutabréf Arion banka og Íslandsbanka hækkuðu í viðskiptum dagsins eftir að bankarnir birtu uppgjör fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Gengi Arion, sem skilaði 11,5% arðsemi á fjórðungnum, hækkaði um 1,1% í 286 milljóna viðskiptum og stendur nú í 133 krónum á hlut.

Hlutabréf Íslandsbanka féll um hálft prósent í sáralitlum viðskiptum. Þá hækkaði hlutabréfaverð Play, sem birti eining uppgjör í gær, um 3,7% í 5 milljóna króna veltu.

Þrjú félög aðalmarkaðarins lækkuðu í dag. Meðal þeirra er Amaroq Minerals en gengi hlutabréfa málmleitarfélagsins féll um 0,9% í 54 milljóna viðskiptum og stendur nú í 106 krónum á hlut. Dagslokagengi Amaroq var síðast lægra í nóvember 2023.