Bankarnir sem fjár­mögnuðu 44 milljarða dala kaup Elon Musk á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, nú þekkt sem X, eru enn að basla við að losa skuldirnar af efna­hags­reikningi sínum.

Sjö bankar, meðal annars Morgan Stanl­ey, Bank of America og Barcla­ys, lánuðu Musk í kringum 13 milljarða Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar rúm­lega 1800 milljörðum króna, til að kaupa sam­fé­lags­miðilinn fyrir ná­kvæm­lega ári síðan á föstu­daginn.

Í venju­legu ár­ferði væru bankarnir búnir að selja skuldirnar til fjár­festinga­fyrir­tækja en á­hugi fjár­festa á skuldum Twitter virðist mjög lítill eftir að Musk tók yfir fyrirtækið.

Bankarnir sem fjár­mögnuðu 44 milljarða dala kaup Elon Musk á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, nú þekkt sem X, eru enn að basla við að losa skuldirnar af efna­hags­reikningi sínum.

Sjö bankar, meðal annars Morgan Stanl­ey, Bank of America og Barcla­ys, lánuðu Musk í kringum 13 milljarða Banda­ríkja­dala, sem sam­svarar rúm­lega 1800 milljörðum króna, til að kaupa sam­fé­lags­miðilinn fyrir ná­kvæm­lega ári síðan á föstu­daginn.

Í venju­legu ár­ferði væru bankarnir búnir að selja skuldirnar til fjár­festinga­fyrir­tækja en á­hugi fjár­festa á skuldum Twitter virðist mjög lítill eftir að Musk tók yfir fyrirtækið.

Bankarnir byrjaðir að reyna að selja

Sam­kvæmt The Wall Street Journal munu bankarnir tapa um 15% eða tveimur milljörðum dala þegar þeim tekst loks að selja skuldirnar og þurfa því sumir bankar því að bók­færa hundruð milljóna dala tap vegna lán­veitingarinnar.

Bankarnir hafa nú verið með skuldirnar á efna­hags­reikningi sínum í næstum ár en það þykir afar langur tími í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt heimildum The Wall Street Journal eru bankarnir sjö, Morgan Stan­ley, Bank of America, Barclays, MUFG, BNP Paribas, Société Générale og Mizuho, fyrst núna að byrja þreifa fyrir sér með skulda­bréfa­út­gáfu á skuldum Twitter.

Mats­fyrir­tækin vestan­hafs eiga hins vegar eftir að leggja mat á láns­hæfið en ef skulda­bréfin fá lé­lega láns­hæfis­ein­kunn gæti verið erfitt fyrir bankana að losa sig við skuldirnar án þess að taka sig enn meiri tap.

Skuldabréf í ruslflokki

Ó­út­reiknan­legur stjórnanda­stíll Musk hefur veikt greiðslu­getu fyrir­tækisins og er óttast að skuldirnar verði metnar sem rusl­bréf en Musk sagði sjálfur í fyrra að sam­fé­lags­miðilinn væri á barmi gjald­þrots.

Skulda­bréf Twitter voru metin sem rusl­bréf fyrir yfir­töku Musk en fyrir­tækið var til­tölu­lega minna skuld­sett þá.

Þar sem fyrir­tækið er ekki lengur á markaði er lítið vitað um stöðuna á nú­verandi efna­hags­reikningi fé­lagsins en Musk hefur greint frá því að aug­lýsinga­tekjur sam­fé­lags­miðilsins hafa dregist veru­lega saman.

Eftir kaupin réðst Musk í mikinn niður­skurð hjá fyrir­tækinu en sam­kvæmt WSJ var það meðal annars gert svo Twitter gæti staðið undir himin­háum vaxta­greiðslum.

Skuldirnar skiptast í 6,5 milljarða dala lang­tíma­lán, 6 milljarðar skiptast jafnt í veð­tryggð og ó­veð­tryggð skulda­bréf á­samt 500 milljón dala lána­línu.

Sam­kvæmt WSJ hafa banda­rískir bankar ekki verið með skuld af þessari stærðar­gráðu jafn lengi á bókum sínum síðan 2007-2008 þegar fjár­festar misstu trú á fjár­mála­mörkuðum eftir efna­hags­hrunið.