German Gref, bankastjóri stærsta banka Rússlands, hefur varað við áframhaldandi erfiðleikum í rússneska hagkerfinu, m.a. vegna aukinna útgjalda til hernaðarmála, mikillar verðbólgu og hárra vaxta. Þetta kemur fram á óháða fréttamiðlinum The Moscow Times sem er með aðsetur í Amsterdam.
Bankinn, sem er í meirihlutaeigu rússneksa ríkisins, tilkynnti í gær um að hann muni greiða út metarðgreiðslu þriðja árið í röð. Sberbank hyggst greiða út 10 milljarða dala en bankinn skilaði hagnaði upp á 22,9 milljarða dala í fyrra.
Gref viðurkenndi þó á aðalfundi Sberbank að gæði lánasafns bankans fari versnandi. Fjöldi beiðna um endurskipulagningu skulda fari vaxandi og bæði einstaklinga og fyrirtæki eigi í erfiðleikum með að standa í skilum.
Ummæli Gref fylgja í kjölfar umfjöllunar Bloomberg í síðustu viku þar sem viðskiptamiðillinn greindi frá því að stjórnendur innan rússneska bankakerfisins óttist mögulega bankakreppu í landinu á næstu 12 mánuðum.
Samkvæmt lánhæfisfyrirtækinu ACRA eru gætu útlán að andvirði 3,7 þúsund milljarðar rúblna, eða 47,3 milljarðar dala, fallið í flokk vandræðalána, þ.e. í efsta áhættuþrepi. Sú fjárhæð jafngildir um 20% af eigið fé rússneska bankakerfisins.
Heildarskuldir fyrirtækja í Rússlandi hafa aukist um 65% frá upphafi stríðins í Úkraínu og nema í dag 96,2 þúsund milljörðum rúblna. Nærri helmingur allra þessara skulda má rekja til 78 stærstu fyrirtækja Rússlands.