Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fólki sem vinnur hjá ríkinu að nota samfélagsmiðilinn TikTok.

Kanadísk yfirvöld fylgja þar með fordæmi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem hafa nú þegar bannað starfsfólki sínu að vera með smáforritið í tækjum sínum.

Stjórnvöld í Kanada hafa ákveðið að banna fólki sem vinnur hjá ríkinu að nota samfélagsmiðilinn TikTok.

Kanadísk yfirvöld fylgja þar með fordæmi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem hafa nú þegar bannað starfsfólki sínu að vera með smáforritið í tækjum sínum.

Bannið endurspeglar ótta vestrænna ríkja um að samfélagsmiðilinn gæti verið nýttur til að sækja gögn um fólk og deila upplýsingunum með kínversku ríkisstjórninni.