Veitingastaðurinn Bara Ölstofa Lýðveldisins í Borgarnesi hefur séð Borgnesingum fyrir skemmtun og gleði frá því að staðurinn opnaði í júní 2021. Síðan þá hefur veitingastaðurinn fært út kvíarnar og tekur jafnframt á móti viðskiptavinum frá nærliggjandi bæjarfélögum.
Bara Borgarnes er í eigu hjónanna Hlyns Þórs Ragnarssonar og Sóleyjar Óskar Sigurgeirsdóttur en þau vonast til að geta stækkað rými hússins við Brákarbraut fyrir komandi haust.
Hlynur segist jafnframt vilja stækka veitingastaðinn á eigin forsendum og notar eigið fjármagn í rekstri staðarins í stað þess að taka lán. „Ég ætla ekki að eiga þetta með Arion og myndi helst vilja eiga þetta eins mikið sjálfur og ég get. Ferlið verður töluvert lengra og hægara en mér liggur ekkert á.“
Bara Ölstofa Lýðveldisins hefur einnig aukið veitingaúrval sitt á undanförnum árum og býður nú upp á kótilettur, séreldaða lambahamborgara og grillað folaldakjöt en Hlynur segist selja hátt í 15 til 20 kíló af folaldakjöti í hverri viku.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.