Barbie er orðin tekjuhæsta kvikmynd ársins 2023, einum og hálfum mánuði eftir að hún var frumsýnd. Samkvæmt upplýsingum Box Office Mojo hafði myndin þénað 1.381 milljón dala í byrjun mánaðar, eða sem nemur 184 milljörðum íslenskra króna.

Super Mario Bros kvikmyndin hafði áður verið í toppsætinu en frá því að hún var frumsýnd í apríl hefur hún þénað 1.360 milljónir dala á heimsvísu. Þriðja tekjuhæsta mynd ársins er Oppenheimer, sem frumsýnd var á sama tíma og Barbie, með 853 milljónir dala.

Barbie og Oppenheimer spiluðu meðal annars stórt hlutverk í því að miðasala í Bandaríkjunum fór yfir fjóra milljarða dala í sumar, í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði