Bauhaus á Íslandi hagnaðist um 293 milljónir króna í fyrra samanborið við 429 milljóna hagnað árið 2021 sem var besta rekstrarárið frá því að verslunin hér á landi árið 2012.

Tekjur byggingavöruverslunarinnar stóðu nánast í stað og námu 4,5 milljörðum króna á tíunda starfsárinu. Í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi segir afkoman í fyrra hafi einkennst af miklum áhrifum af alþjóðlegri verðbólguþróun sem hafði för með sér að framlegðin „var undir stöðugum ágangi“.

Eignir Bauhaus slhf., sem er í eigu þýsku samstæðunnar, voru bókfærðar á 2,3 milljarða króna í árslok 2022 og eigið fé var um 988 milljónir. Lambhagavegur fasteignafélag, sem er í eigu sömu aðila í gegnum eignarhaldsfélagið Anelytsparken Holding A/S, var með 1,3 milljarða í eigið fé en bókfærðar eignir námu um 4,5 milljörðum í árslok 2022.

Lykiltölur / Bauhaus slhf. - í milljónum króna

2022 2021
Tekjur 4.476 4.463
Eignir 2.301 1.980
Eigið fé 988 695
Afkoma 293 429

Fréttin birtist first í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á föstudaginn.