Tekjur félagsins DB Ventures, sem er í eigu David Beckham, námu 34 milljónum punda árið 2021 og þrefölduðust á milli ára. Þetta kemur fram í grein hjá Fortune.

Tekjur Beckham vegna sendiherrastarfa fyrir Katar er ekki hluti af ársreikningi félagsins fyrir árið 2021. Talið er að Beckham hafi fengið tugi milljónir punda greiddar fyrir störf sín fyrir Katar í kringum heimsmeistaramótið.

Hagnaður DB Ventures tvöfaldaðist á milli ára og nam 19,6 milljónum punda á árinu 2021. Til samanburðar nam hagnaðurinn eftir skatta 10,6 milljónum punda árið 2020. Beckham hagnast meðal annars á samningum við Adidas og viskíframleiðandann Diageo‘s Haig Club.

Beckham Brand Holdings, félag Beckham og eiginkonu hans Victoriu Beckham, greiddi þeim hjónum 6,3 milljónir punda í arð á árinu samanborið við 7,1 milljónir punda árið 2020.