Meðal réttlætinga Samkeppniseftirlitsins fyrir 4,2 milljarða króna stjórnvaldssekt á Samskip, sem án vaxta þurrkar út allt eigið fé skipafélagsins, er að Samskip sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum. Engar upplýsingar liggja fyrir um fjárhæð vegna brota á upplýsingaskyldunni en hún er sögð hluti af heildarfjárhæðinni.
Í samskiptum Samskipa og Samkeppniseftirlitsins sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum sést hve ítarlegar upplýsingarbeiðnir eftirlitsins voru en í samskiptunum finnst einnig beiðni eftirlitsins um undirritaðar yfirlýsingar frá starfsmönnum sem lögmenn Samskipa segja skýrt brot á stjórnarskrárvörðum rétti manna til að fella ekki á sig sök.
Í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins skrifuðu Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og lagaprófessor við Oxford-háskóla grein um Samkeppniseftirlitið og mikilvægi þess að lögum sé fylgt með hjá opinberum eftirlitsaðilum. Eftirlitsaðilum beri að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum, byggja ákvarðanir á málefnalegum sjónarmiðum og ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná lögmætum markmiðum að mati lögmannanna tveggja.
Samskip hefur sakað eftirlitið um að hafa farið offari og virt grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins að vettugi ásamt fyrrnefndu broti á mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði