Meðal rétt­lætinga Sam­keppnis­eftir­litsins fyrir 4,2 milljarða króna stjórn­valds­sekt á Sam­skip, sem án vaxta þurrkar út allt eigið fé skipa­fé­lagsins, er að Sam­skip sinnti ekki upp­lýsinga­skyldu sinni sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum. Engar upp­lýsingar liggja fyrir um fjár­hæð vegna brota á upp­lýsinga­skyldunni en hún er sögð hluti af heildar­fjár­hæðinni.

Í sam­skiptum Sam­skipa og Sam­keppnis­eftir­litsins sem Við­skipta­blaðið hefur undir höndum sést hve ítar­legar upp­lýsingar­beiðnir eftir­litsins voru en í sam­skiptunum finnst einnig beiðni eftir­litsins um undir­ritaðar yfir­lýsingar frá starfs­mönnum sem lög­menn Sam­skipa segja skýrt brot á stjórnar­skrár­vörðum rétti manna til að fella ekki á sig sök.

Í síðasta tölu­blaði Við­skipta­blaðsins skrifuðu Óttar Páls­son hæsta­réttar­lög­maður og Róbert R. Spanó, fyrr­verandi for­seti Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu og laga­prófessor við Ox­ford-há­skóla grein um Sam­keppnis­eftir­litið og mikil­vægi þess að lögum sé fylgt með hjá opin­berum eftir­lits­aðilum. Eftir­lits­aðilum beri að gæta meðal­hófs í að­gerðum sínum, byggja á­kvarðanir á mál­efna­legum sjónar­miðum og ganga ekki lengra en nauð­syn­legt er til að ná lög­mætum mark­miðum að mati lög­mannanna tveggja.

Sam­skip hefur sakað eftir­litið um að hafa farið of­fari og virt grund­vallar­reglur stjórn­sýslu­réttarins að vettugi á­samt fyrr­nefndu broti á mann­réttindar­á­kvæði stjórnar­skrárinnar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði