Árs­fundur at­vinnu­lífsins fer fram í Silfur­bergi í Hörpu í ár en les­endur Við­skipta­blaðsins geta fylgst með í beinu streymi hér að neðan.

Yfir­skrift fundarins í ár er Sam­taka um grænar lausnir en í til­kynningu frá SA segir að græn orka sé lykill að orku­skiptum og kol­efnis­hlut­leysi Ís­lands.

Á komandi starfs­ári Sam­taka at­vinnu­lífsins er kast­ljósinu beint að grænni orku og grænum lausnum.

Bjarni Bene­dikts­son, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, verður með erindi á fundinum á­samt Eyjólfi Árna Rafns­syni, for­manni SA, og Sig­ríði Margréti Odds­dóttur, fram­kvæmda­stjóra SA.

Árs­fundur at­vinnu­lífsins fer fram í Silfur­bergi í Hörpu í ár en les­endur Við­skipta­blaðsins geta fylgst með í beinu streymi hér að neðan.

Yfir­skrift fundarins í ár er Sam­taka um grænar lausnir en í til­kynningu frá SA segir að græn orka sé lykill að orku­skiptum og kol­efnis­hlut­leysi Ís­lands.

Á komandi starfs­ári Sam­taka at­vinnu­lífsins er kast­ljósinu beint að grænni orku og grænum lausnum.

Bjarni Bene­dikts­son, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, verður með erindi á fundinum á­samt Eyjólfi Árna Rafns­syni, for­manni SA, og Sig­ríði Margréti Odds­dóttur, fram­kvæmda­stjóra SA.

Guð­laugur Þór Þórðar­son um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, Árni Stefáns­son, for­stjóri Húsa­smiðjunnar, og Kristín Linda Árna­dóttir að­stoðar­for­stjóri Lands­virkjunar, rýna í niður­stöður nýrrar könnunar Gallup um af­stöðu al­mennings og fyrir­tækja til orku- og lofts­lags­mála, undir fundar­stjórn Þórðar Gunnars­sonar hag­fræðings.

Þá er púlsinn tekinn á for­ystu­sveit aðildar­sam­taka SA á­samt hug­vekjum ný­sköpunar­fyrir­tækja.