Ársfundur atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í ár en lesendur Viðskiptablaðsins geta fylgst með í beinu streymi hér að neðan.
Yfirskrift fundarins í ár er Samtaka um grænar lausnir en í tilkynningu frá SA segir að græn orka sé lykill að orkuskiptum og kolefnishlutleysi Íslands.
Á komandi starfsári Samtaka atvinnulífsins er kastljósinu beint að grænni orku og grænum lausnum.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, verður með erindi á fundinum ásamt Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni SA, og Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, rýna í niðurstöður nýrrar könnunar Gallup um afstöðu almennings og fyrirtækja til orku- og loftslagsmála, undir fundarstjórn Þórðar Gunnarssonar hagfræðings.
Þá er púlsinn tekinn á forystusveit aðildarsamtaka SA ásamt hugvekjum nýsköpunarfyrirtækja.