Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í morgun á blaðamannafundi sem hefst kl. 9:30.
Fjármálastöðugleikanefndin sagði að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefði vaxið . Hún hélt þó eiginfjáraukum bankanna og sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum.
Nefndin sagði einnig að skref hefðu verið tekin í átt að óháðri innlendri smágreiðslulausn.