Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, gera grein fyrir yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér í morgun á blaðamannafundi sem hefst kl. 9:30.

Fjármálastöðugleikanefnd tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að hækka sveiflujöfnunarauka úr 2% í 2,5%.

Í yfirlýsingunni fjallaði nefndin einnig um þann vanda sem steðjar að fjármálafyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum. Það sé áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir búi yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu.