Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 9:10.

Fundarefnið eru áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu. Verðbólga stendur nú í 9,9% og þá standa stýrivextir í 6,5% og hafa verið hækkaðir við ellefu vaxtaákvarðanir í röð.

Upptaka af fundinum er í spilaranum hér að neðan: