Starfsmönnum hins opinbera hefur fjölgað um fimmtung undanfarin sex ár og verkefnum ríkis og sveitarfélaga hefur sömuleiðis fjölgað hratt. Ríkisvaldið hefur að mörgu leyti gengið á undan í hækkun launa og starfskjara og einkafyrirtæki eiga æ oftar í harðri samkeppni við ríkið um sérhæft starfsfólk.
Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Skýrslan ber yfirskriftina „Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu“.
Fjallað verður um málið á opnum fundi Félags atvinnurekenda í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík kl. 16 í dag. Streymi af fundinum má finna hér að neðan.
Dagskrá:
Inngangsorð
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda
Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu?
Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon
Verða verðmæti til í skúffum embættismanna?
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Fyrirmyndarríkið Ísland
Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður og eigandi Fagkaupa
Vinnumarkaðsmódel á hvolfi
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA
Fundarstjóri er Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA.