Flugfélagið Play hefur boðað til fjárfestafundar í Sykursalnum í Vatnsmýri til að kynna afkomu þriðja ársfjórðungs.
Play boðaði í síðustu viku grundvallarbreytingu á viðskiptalíkani sínu frá og með miðju næsta ári en samhliða hefur flugfélagið umsóknarferli um flugrekstrarleyfi á Möltu til að greiða fyrir fjölbreyttari starfsemi á vegum félagsins.
Meginbreyting á viðskiptalíkani félagsins felst þó í því að fækka áfangastöðum í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu. Á hinn bóginn verður áætlun félagsins til Suður-Evrópu efld. Í tilkynningu flugfélagsins er bent á að bein flug til áfangastaða félagsins í Suður-Evrópu hafi verið arðbær frá upphafi.
Fundurinn hefst klukkan 16:00 og er hægt að fylgjast með í beinni hér að neðan.