Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra kynnir fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030 á blaðamannafundi sem hefst kl. 9:00. Nálgast má streymi af fundinum hér að neðan.
Fjármálaráðherra lagði í síðustu viku fram fjármálastefnu fyrir árin 2026-2030, en í henni marka stjórnvöld ramma um útgjaldavöxt, afkomu og skuldaþróun ríkis og sveitarfélaga sem tryggir ábyrga hagstjórn og sjálfbær opinber fjármál. Nánar má lesa um hana hér.
Í fjármálaáætlun sem verður lögð fram í dag birtist nánari stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um útgjöld eftir málefnasviðum ásamt tekjum ríkissjóðs.