Icelandair mun bæta Nas­hvil­le í Tennes­see við flug­á­ætlun sína sumarið 2025 en sam­kvæmt til­kynningu frá flug­fé­laginu verður þetta á­tjándi á­fanga­staður Icelandair í Norður-Ameríku.

Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Nas­hvil­le frá 16. maí og út októ­ber á næsta ári.

Til­kynnt var um nýja á­fanga­staðinn á blaða­manna­fundi á Nas­hvil­le flug­velli nú rétt í þessu.

Icelandair mun bæta Nas­hvil­le í Tennes­see við flug­á­ætlun sína sumarið 2025 en sam­kvæmt til­kynningu frá flug­fé­laginu verður þetta á­tjándi á­fanga­staður Icelandair í Norður-Ameríku.

Icelandair mun fljúga fjórum sinnum í viku til Nas­hvil­le frá 16. maí og út októ­ber á næsta ári.

Til­kynnt var um nýja á­fanga­staðinn á blaða­manna­fundi á Nas­hvil­le flug­velli nú rétt í þessu.

„Nas­hvil­le er spennandi nýr á­fanga­staður og er borgin fræg fyrir tón­list, menningu og matar­gerð. Hún er oft nefnd tón­listar­borgin, enda er hún höfuð­borg kántrí­tón­listar en hún er ekki síður fræg fyrir popp, rokk, gospel og jass­tón­list. Í RCA Stu­dio B, sem nefnt hefur verið heimili þúsund smella er til að mynda hægt að sjá hvar Elvis Presl­ey, Dolly Parton, Roy Or­bi­son, E­ver­ly bræður og margir fleiri tóku upp sum sinna frægustu laga,“ segir í til­kynningu Icelandair.

Fyrr í dag til­kynntu Icelandair og banda­ríska flug­fé­lagið Sout­hwest til­vonandi sam­starf.

Fyrst um sinn verður horft til flug­tenginga um Baltimor­e flug­völl en stefnt er að því að út­víkka sam­starfið frekar og tengja á­ætlanir flug­fé­laganna um fleiri flug­velli.

„Það er mjög á­nægju­legt að bæta Nas­hvil­le við okkar öfluga leiða­kerfi og tengja tón­listar­borgina við 34 á­fanga­staði okkar í Evrópu. Þannig hyggjumst við bjóða í­búum Tennes­see upp á bestu leiðina til Ís­lands og á­fram til Evrópu. Þá mun þessi nýja flug­leið opna fyrir spennandi tengingar fyrir far­þega frá Ís­landi og Evrópu til fjölda á­fanga­staða vítt og breitt um Banda­ríkin í gegnum Nas­hvil­le,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair.