Félag atvinnurekenda (FA) stendur fyrir opnum fundi um matarverð á Íslandi. Fundurinn, sem haldinn er á Grand Hótel Reykjavík, hefst kl. 15. Yfirskrift fundarins er „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“
Rætt verður m.a. um hvort óhjákvæmilegt er að matarverð sé hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum, hverju aukin samkeppni á matvörumarkaði hafi skilað neytendum og hvort hægt sé að gera enn betur í þeim efnum.
Jafnframt verður rætt um hvers konar áskorunum innflytjendur og heildalar standa frammi fyrir og hverju stjórnvöld geta áorkað með því að lækka tolla og afnema samkeppnishömlur.
Dagskráin er eftirfarandi:
- 15.00 Fundurinn opnaður – Nýkjörinn formaður Félags atvinnurekenda
- 15.05 Inngangur fundarstjóra – Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA
- 15.10 Hvaða máli skiptir samkeppni? – Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
- 15.20 Verðlag á Íslandi og í Evrópu – Snorri Gunnarsson sérfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands
- 15.35 Lækkun matvöruverðs í 36 ár – hvernig náum við meiri árangri? – Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónus
- 15.50 Áskorandi á fákeppnismarkaði – Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís
- 16.05 Samkeppni er okkar einkaþjálfari – Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innness
- 16.20 Við þurfum að gera betur – Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins