Húsnæðisþing HMS og innviðaráðuneytisins fer fram á Hilton Reykjavik Nordica í dag frá kl. 9 til 12:30. Beint streymi af þinginu má finna hér að neðan.

Yfirskriftin Húsnæðisþingsins í ár er „Heimili handa hálfri milljón – Öflugur húsnæðismarkaður fyrir þjóð í vexti“.

Eitt af meginefnum þingsins í ár eru drög að nýrri húsnæðisstefnu til fimmtán ára sem liggja nú í samráðsgátt stjórnvalda og aðgerðaáætlun sem henni fylgir. Rætt verður um húsnæðisstefnuna, framkvæmd hennar og fengin verða viðbrögð við henni í pallborðsumræðum. Þá verður staðan og horfur á húsnæðismarkaði kynnt og rætt um hvernig best megi bregðast við henni.

Dagskrá Húsnæðisþings

I. hluti – Ný húsnæðisstefna

Húsnæðisstefna
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra

Einn ferill húsnæðisuppbyggingar
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS
Ólafur Árnason forstjóri Skipulagsstofnunar
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs Reykjavíkur

Álitsgjafar
Guðbrandur Sigurðsson, frkvstj. Brynju leigufélags
Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar

Hvað þurfa sveitarfélög í vexti?
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar

Pallborð
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
Eygló Harðardóttir, fyrrv. húsnæðismálaráðherra
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

II. hluti – Staða og horfur á húsnæðismarkaði

Reynslusögur

Vaxtarverkir; húsnæðisþörf í ljósi mikillar fólksfjölgunar
Gunnar Haraldsson hagfræðingur

Þróun íslenska húsnæðismarkaðarins; sjónarhorn byggingariðnaðarins
Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins

Álitsgjafar
Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags

Kaffihlé

Reynslusögur

Staða uppbyggingar; aðgerðir fyrir öflugan húsnæðismarkað
Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS

Pallborð
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
Hermann Jónasson, forstjóri HMS
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Gylfi Gíslason, formaður mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins
Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

III. hluti – Breytt umgjörð mannvirkjagerðar

Bætt mannvirkjagerð til framtíðar
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS

Mannvirkjaskrá; eitt viðmót fyrir stafræn hönnunargögn?

Endurskoðun byggingarreglugerðar; þetta þarf ekki að vera flókið
Ingveldur Sæmundsdóttir formaður stýrihóps um endurskoðun byggingarreglugerðar

Rannsóknarumhverfi mannvirkjagerðar
Þórunn Sigurðardóttir teymisstjóri hjá HMS

Stórt skref – minna fótspor
Helga María Adolfsdóttir byggingarfræðingur hjá Mannvit

Vistvæn uppbygging
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og eigandi hjá Lendager á Íslandi