Tækifæri til vaxtar í öflugum iðnaði er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu kl. 14.00-16.00 í dag. Beina útsendingu af þinginu má finna hér að neðan.
Á þinginu verður fjallað um stóru vaxtartækifærin á Íslandi og áskoranir sem þarf að mæta í mannauði, orkuöflun og innviðauppbyggingu.
„Iðnaður er stærsta atvinnugreinin á Íslandi. Fjölbreyttur og öflugur iðnaður er undirstaða góðra lífskjara og þar liggja helstu tækifærin til vaxtar hagkerfisins. Fjölbreytt iðnfyrirtæki um land allt skapa tugþúsundir starfa og miklar útflutningstekjur.“ segir í tilkynningu SI.
Viðskiptablaðið gaf í morgun út sérblað í tilefni af Iðnþinginu sem má finna hér.
Þátttakendur í dagskrá:
- Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech
- Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
- Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
- Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
- Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant
- Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmonia
- Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair
- Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic
- Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður ÍAV
- Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
- Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
- Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
Ný stjórn kjörin
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26%. Kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta.
Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:
- Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál
- Karl Andreasson, Ístak
- Magnús Hilmar Helgason, Launafl
- Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn
Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
- Árni Sigurjónsson, Marel, formaður
- Arna Arnardóttir, gullsmiður
- Halldór Halldórsson, Íslenska kalkþörungafélagið
- Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
- Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa
- Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar