Innviðaþing fer fram í dag frá kl. 9-16 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni Sterkir innviðir – sterkt samfélag.
Innviðaráðuneytið stendur að þinginu en þar verður sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þ.á m. fjárfestingum og samfélagslegum ávinningi.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra munu flytja erindi á þinginu.
Sérstakur gestur Innviðaþings er Jari Kauppila, forstöðumaður hjá International Transport Forum (ITF-OECD). Í pallborðsumræðum og öðrum fyrirlestrum verður beint sjónum að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum frá ýmsum hliðum.
Dagskrá Innviðaþingsins má nálgast hér.