Vorfundur Landsnets fer fram í Hörpu í dag en fundurinn hefst klukkan 14 en yfirskrift fundarins er Magnast spennan? - orkuöryggi í breyttu umhverfi. Beint streymi frá fundinum má finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Til umræðu verða áskoranir á borð við það hvernig hægt sé að tryggja lykilinnviði fyrir orkuskipti og orkuöryggi og hvernig hægt sé að tryggja að flutningskerfið standi undir kröfunum sem eru gerðar til þessarar lífæðar Íslands. Fjármálaráðherra og orkumálaráðherra flytja ávarp á fundinum og forstjóri Landsnets verður með erindi ásamt öðrum.
Dagskrá fundarins:
Framtíðin er annað land
Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður
Ávörp
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Magnast spennan? Orkuöryggi í breyttu umhverfi
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets
Hvernig mætum við framtíðinni?
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipa- og kerfisþróunar, og Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri eigna og rekstur.
Ljós heimsins - raforka er krítískur þáttur í þjóðaröryggi
Sóley Kaldal áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur.