Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag kl. 9 á Hilton Nordica. Yfirskrift dagsoms er Störf á tímamótum.

Meðal dagskrárliða er erindi Sigríðar Margrétar Oddsdóttur. Rætt verður við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um stöðu menntunar og menntaverðlaun atvinnulífsins afhent. Einnig verða niðurstöður nýrrar Gallup könnunar kunngjörðar.

Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni Samtaka atvinnulífsins og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.