Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðarsdóttir, varaseðlabanki peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir vaxtaákvörðun Seðlabankans á fundi sem hefst kl. 9:30.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að hún hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Samhliða því birti Seðlabankinn nýtt rit Peningamála.

Í yfirlýsing nefndarinnar segist hún telja að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kalli á varkárni. Nefndin sagði horfur á því að það geti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu.