Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein ákvörðun bankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur, úr 8,5% í 8,0%, á kynningarfundi sem hefst kl. 9:30.
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina. Nefndin bar fyrir sig að verðbólga hafi haldið áfram að hjaðna og sagði útlit fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Þá hafi hægt á vexti eftirspurnar og spennan í þjóðarbúinu sé í rénun.
Seðlabankinn birti einnig nýtt rit Peningamála í morgun þar sem finna má uppfærða verðbólgu- og þjóðhagsspá bankans.