SFF dagurinn árið 2025 fer fram í dag frá 14:00-16:00 á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteig undir yfirskriftinni Breyttur heimur.

Á viðburðinum verður leitast við að vara spurningum á borið við hvert hlutverk fjármálageirans á tímum vaxandi óróleika í alþjóðamálum sé, hvaða afleiðingar þessi óróleiki muni hafa á fjármálastarfsemi sem er á sama tíma að ganga í gegnum fjártæknibyltingu, hvert Evrópa stefni í þessum efnum og hvaða þýðingu það hafi fyrir Ísland?

Viðskiptablaðið gaf í morgun út sérblað í tilefni af SFF deginum. Hægt er að nálgast efni úr blaðinu hér.

Dagskrá SFF dagsins 2025

Opnunarerindi

  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður SFF.

Þróun samkeppnisstefnu innan Evrópu í kjölfar Draghi-skýrslunnar og áhrif þess á evrópskan bankamarkað

  • Dr. Gerdis Marquardt, hagfræðingur hjá Copenhagen Economics.

Evrópa á eigin fótum

  • Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka.

Varúðarsjónarmið í breyttum heimi

  • Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri varúðareftirlits Seðlabanka Íslands.

Þróun netsvika: Gervigreind og sjálfvirknivæðing í nútíma netsvikum

  • Magni R. Sigurðsson, fagstjóri hjá CERT-IS.

Pallborðsumræður:

  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og formaður stjórnar Kviku banka.
  • Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital.
  • Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, stýrir umræðum.

‍Fundarstjóri: Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.