Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í dag og hefst viðburðurinn með opnunarávarpi Þordísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur fjármálaráðherra kl. 8:30.
Skattadagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2004 og hefur viðburðurinn fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.
Ásamt Þórdísi munu þau Haraldur Ingi Birgisson meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal, Halldór Halldórsson forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, Guðbjörg Þorsteinsdóttir meðeigandi og lögmaður hjá Deloitte Legal og María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs ávarpa fundinn.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður á málefnasviði Samtaka atvinnulífsins sér um fundarstjórn.
Hægt er að fylgjast með í beinni hér að neðan.