Skatta­dagur Deloitte, Við­skipta­ráðs og Sam­taka at­vinnu­lífsins fer fram í dag og hefst við­burðurinn með opnunar­á­varpi Þor­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur fjár­mála­ráð­herra kl. 8:30.

Skatta­dagurinn hefur verið haldinn ár­lega frá árinu 2004 og hefur við­burðurinn fest sig í sessi hjá ein­stak­lingum og fyrir­tækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skatta­málum hverju sinni.

Á­samt Þór­dísi munu þau Haraldur Ingi Birgis­son með­eig­andi og lög­maður hjá Deloitte Legal, Hall­dór Hall­dórs­son for­stjóri Ís­lenska kalk­þörunga­fé­lagsins, Guð­björg Þor­steins­dóttir með­eig­andi og lög­maður hjá Deloitte Legal og María Guð­jóns­dóttir lög­fræðingur Við­skipta­ráðs á­varpa fundinn.

Heið­rún Björk Gísla­dóttir lög­maður á mál­efna­sviði Sam­taka at­vinnu­lífsins sér um fundar­stjórn.

Hægt er að fylgjast með í beinni hér að neðan.