Skatt­spor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgun­fundi á Hótel Reykja­vík Grand klukkan 9. Fundinum verður streymt beint og hægt er að fylgjast með hér að neðan.

Meðal ræðu­manna á fundinum eru Sigríður Margrét Odds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnulífsins (SA), sem flytur ávarp í upphafi fundarins..

Magnús Árni Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Economics, mun síðan kynna skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áður en um­ræður um skatt­spor ferðaþjónustunnar hefjast.

Í pall­b­­orðsumærðum taka þátt: Hanna Katrín Friðriks­son, ferðamálaráðherra. Björn Ragnars­son, for­stjóri Icelandia. Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka. Ragn­hildur Ágústs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Lava Show


Pétur Óskars­son, for­maður SAF, flytur upp­hafs­orð og stýrir fundinum, en Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri SAF, leiðir umræðurnar.

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.