Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Hótel Reykjavík Grand klukkan 9. Fundinum verður streymt beint og hægt er að fylgjast með hér að neðan.
Meðal ræðumanna á fundinum eru Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), sem flytur ávarp í upphafi fundarins..
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, mun síðan kynna skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áður en umræður um skattspor ferðaþjónustunnar hefjast.
Í pallborðsumærðum taka þátt: Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra. Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ragnhildur Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Lava Show
Pétur Óskarsson, formaður SAF, flytur upphafsorð og stýrir fundinum, en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, leiðir umræðurnar.
Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.