Rætt verður um stöðuna á húsnæðismarkaðnum á fundi Samtaka iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMV) sem hefst stendur yfir frá kl. 14–16 í Háteig á Grand Hótel Reykjavík í dag. Streymi frá fundinum má finna hér að neðan.
Á fundinum sem ber yfirskriftina Íbúðamarkaður á krossgötum verður kynnt ný talning á íbúðum í byggingu á landinu öllu auk þess sem horft verður til framtíðar nú þegar skrifað hefur verið undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum.
Dagskrá
- Árni Sigurjónsson, formaður SI
- Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI
- Elmar Þór Erlendsson, teymisstjóri hjá HMS
- Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri hjá HMS
Pallborðsumræður:
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur
- Nanna Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Hyrna
- Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs