Umhverfisdagur atvinnulífsins 2024 verður haldinn þriðjudaginn 22. október á Hilton Nordica kl. 13:00 - 15:50 undir yfirskriftinni Atvinnulífið leiðir. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ.
Dagurinn í ár er tileinkaður leiðandi atvinnulífi á sviði grænna lausna. Hin árlegu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt hátíðlega fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Framtak ársins.
Í kjölfarið taka við tvær lotur af málstofum. Þar munu fulltrúar aðildarsamtaka koma saman til að ræða stöðu atvinnulífsins, áskoranir og horfur til framtíðar.