Í dag verður blásið til vorfundar Rarik kl. 15:00 þar sem boðið verður upp á samtal um orkumál, verðmætasköpun og framþróun samfélaga. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni „Hreyfum samfélagið til framtíðar“.
Fundurinn er haldinn í húsnæði Rarik að Larsenstræti 4 á Selfossi og verða fulltrúar Bændasamtakanna og Mýrdalshrepps meðal annars með erindi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun einnig ávarpa fundinn og er fundarstjóri Vigdís Hafliðadóttir.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á vefsíðu Rarik.