Seðla­banki Ís­lands hefur boðað til fundar í Safna­húsinu þar sem yfir­lýsing fjár­mála­stöðug­leika­nefndar og efni ritsins Fjár­mála­stöðug­leika verður kynnt nánar.

Á fundinum verða Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri og Gunnar Jakobs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika, með kynningu og svara spurningum. Fundurinn hefst klukkan 9:30

Sam­kvæmt yfir­lýsingu nefndarinnar í morgun hafa fjár­mála­skil­yrði versnað sam­hliða því sem hægt hefur á efna­hags­um­svifum. Aftur á móti er skulda­hlut­fall bæði heimila og fyrir­tækja hóf­legt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eigin­fjár­stöðu.

Hægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan.