Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd gerir grein fyrir yfir­lýsingu sinni í morgun á opnum fundi í Safna­húsinu við Hverfis­götu í Reykja­vík.

Á kynningar­fundinum munu Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóri og for­maður fjár­mála­stöðug­leika­nefndar, Tómas Brynjólfs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika, og Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika­sviðs Seðla­bankans, gera grein fyrir yfir­lýsingu fjár­mála­stöðug­leika­nefndar og efni Fjár­mála­stöðug­leika 2024/2 og svara spurningum fundar­gesta.

Fundurinn hefst klukkan 9:30 og er hægt að fylgjast með í streymi neðar í fréttinni.

Fjár­mála­stöðug­leika­nefnd gerir grein fyrir yfir­lýsingu sinni í morgun á opnum fundi í Safna­húsinu við Hverfis­götu í Reykja­vík.

Á kynningar­fundinum munu Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóri og for­maður fjár­mála­stöðug­leika­nefndar, Tómas Brynjólfs­son, vara­seðla­banka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika, og Haukur C. Bene­dikts­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika­sviðs Seðla­bankans, gera grein fyrir yfir­lýsingu fjár­mála­stöðug­leika­nefndar og efni Fjár­mála­stöðug­leika 2024/2 og svara spurningum fundar­gesta.

Fundurinn hefst klukkan 9:30 og er hægt að fylgjast með í streymi neðar í fréttinni.

Nefndin á­kvað meðal annars í morgun að halda gildi sveiflu­jöfnunar­aukans ó­breyttu í 2,5%.

„Á­lags­próf Seðla­banka Ís­lands á kerfis­lega mikil­væga banka gefa til kynna að þeir gætu staðist um­tals­vert álag,“ segir í yfir­lýsingu nefndarinnar.

Hún bætir þó við að ekki hafi dregið úr á­hættu í fjár­mála­kerfinu og telur nefndin því mikil­vægt að fjár­mála­fyrir­tæki búi við sterka eigin­fjár­stöðu.

Þrá­lát verð­bólga sam­hliða hægari vexti efna­hags­um­svifa gæti hins vegar skapað á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið.